25.07.2022 Góðgerðarráð styrkti Barnaspítala Hringsins um rúmlega 1 milljón GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló. Í ár var ákveðið að styrkja Barnaspítalann með ýmsum áskorunum, til að mynda var gist á Marmaranum og nemendur handjárnaðir saman í heilan dag. Jafnframt fór fram sala á bakkelsi og haldið happdrætti. Samtals safnaðist 1.016.564 krónur sem Góðgerðarráð afhenti Barnaspítalanum. Í Góðgerðarráði voru eftirfarandi nemendur:Nadía Hjálmarsdóttir og Ásdís Rán Kolbeinsdóttir (formenn)Birta Rún SmáradóttirKatrín EinarsdóttirTinna María ÞórleifsdóttirHrönn TómasdóttirElísa BjörnsdóttirHekla MarinósdóttirIngunn Isorena ÞórðardóttirJúlía Ruth RagnarsdóttirHrafn Ingi AgnarssonRagnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir Starfsmenn skólans eru afar stoltir af þessu flotta verkefni nemenda.