Góðgerðarráð VÍ styrkti UNICEF á Íslandi

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa barnaskóla í Úganda, í samstarfi við ABC barnahjálp, sem fékk nafnið Litli Verzló.

Í ár var ákveðið að styrkja UNICEF á Íslandi með ýmsum áskorunum, til að mynda var gist í nemendakjallara skólans, nemendur unnu heilan skóladag við afgreiðslu í Matbúð og nemendur gengu í skólann alla leið frá Kjalarnesi. Jafnframt fengu tveir nemendur sér húðflúr, einn nemandi var á hjólaskautum heilan dag og nemandi litaði hárið á sér bleikt. Að auki fór fram sala á bakkelsi og haldið happdrætti. Samtals safnaðist 900 þúsund krónur sem Góðgerðarráð afhenti UNICEF á Íslandi.

Starfsmenn skólans eru afar stoltir af þessu flotta verkefni nemenda.

Aðrar fréttir