Greindu betur

Undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar sem nefnist Greindu betur fór fram í fyrsta skipti á Íslandi í vetur. Keppt var í tveimur flokkum, A-flokki ungmenna á aldrinum 16-18 ára og B-flokki ungmenna á aldrinum 14-16 ára. Samtals voru 223 lið skráð til leiks með samtals 670 ungmennum.
Verðlaunaafhending fór fram fimmtudaginn 7.apríl s.l. og fyrstu verðlaun í A-flokki hlaut liðið K2 úr Tækniskólanum en liðið rannsakaði leigumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Í öðru sæti var liðið NO-WAY úr Verzlunarskóla Íslands sem kaus að kanna persónubundna þætti sem hefðu áhrif á skoðanir fólks á flugeldum. Í þriðja sæti var liðið 4I_8 úr Menntaskólanum í Reykjavík sem skoðaði kjör hjúkrunarfræðinga.

Liðið NO-WAY sem hafnaði í öðru sæti keppninnar skipa þau Fanney Inga Birkisdóttir og Nói Pétur Á. Guðnason. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin og einstaklega vel unnið verkefni. Aðrir keppendur skólans hlutu einnig mikið lof fyrir sín verkefni og þátttöku, en það voru þau Jón Hreiðar Rúnarsson, Inga Dís Jóhannsdóttir, Magnús Hjaltason og Katrín Tinna Sævarsdóttir.

Við erum afar stolt af góðu gengi nemenda skólans í keppninni og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Aðrar fréttir