03.11.2023 Harry Potter ferð Nemendur og kennarar í Harry Potter valáfanganum skruppu til London í síðustu viku þar sem veðrið lék svo sannarlega við hópinn. Hópurinn fór á uppistand ásamt því að fara í kvikmyndaver Warner Bros sem var mikil upplifun fyrir Harry Potter aðdáendurna. Í kvikmyndaverinu fékk hópurinn að skyggnast um töfraheim Harry Potter, upplifa leikmyndina og skoða leikmuni. Hópurinn fór jafnframt í göngutúr og skoðaði hvar Harry Potter myndirnar voru teknar upp í London. Þá fór hópurinn í stutta heimsókn í British Museum og að lokum var University College skoðaður, en þar kviknaði áhugi margra á háskólanámi erlendis.