Heimsókn

Dagana 17. til 24.mars taka 23 nemendur á 1. ári með þýsku sem 3.mál á móti nemendum úr menntaskólanum Ida Ehre Schule í Hamburg, en Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og er staðsett norðarlega í Þýskalandi.
Dvelja nemendurnir hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum. Auk þess vinna þeir að sameiginlegu Erasmus verkefni með íslensku nemendunum þar sem aðáherslan á Íslandi verður á náttúru og legu landsins. Nemendurnir fara á Þingvöll og Gullna hringinn, heimsækja Hellisheiðavirkjun og Náttúrminjasafnið í Perlunni, að endingu fara þeir í Bláa lónið.
Í September 2019 munu síðan íslensku nemendurnir dvelja í eina viku hjá þýskum fjölskyldum í Hamborg. Aðaláhersla verkefnisins þar verður á sögu og þróun Hamborgar.

Aðrar fréttir