Heimsókn frá París

Dagana 11. til 18. janúar tóku nemendur í 2-A á móti fjörugum hópi nemenda frá Fénelon skólanum í París.

Heimsóknin var lærdómsrík, skemmtileg og tíminn var vel nýttur til að skoða helstu kennileiti Reykjavíkur. Hópurinn heimsótti Þjóðminjasafnið og kíkti á Tungumálamiðstöðina í Veröld við Háskóla Íslands auk þess að fara Gullna hringinn. Að endingu var slegið upp kveðjuveislu á kennarastofunni með heimagerðum veitingum, leik og söng. Íslensku nemendurnir munu endurgjalda heimsóknina í mars og kanna menningar og söguslóðir í höfuðborg Frakklands.

Samstarf nemenda og kennara hefur gengið mjög vel og var heimsókn þessi vonandi upphafið á löngu og farsælu samstarfi við þennan flotta skóla í París.

Aðrar fréttir