Heimsókn frá Spáni

 

Dagana 5. til 12. september verður ellefu manna hópur nemenda frá Madríd, ásamt kennara sínum í heimsókn hér  í Verzlunarskólanum. Þau koma frá  IES Antonio Machado menntaskólanum í Alcalá de Henares sem er í úthverfi Madríd.

Hópurinn hefur unnið með nemendum úr 5. bekk B í rúmlega eitt ár í samstarfsverkefni í eTwinning, rafrænt skólasamfélag í Evrópu. Spænsku nemendurnir munu skoða ýmsa merka staði í Reykjavík auk þess sem þau munu ferðast um Suðurlandið í tvo daga. Þau dvelja hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast þar máli og menningu landsins.

Íslensku nemendurnir munu endurgjalda heimsóknina seinna í september.

"spain1"

Spænsku nemendurnir og gestgjafar þeirra

Aðrar fréttir