Heimsókn til Finnlands

 Í lok janúar fóru átta nemendur á 2. ári á Viðskipta-og hagfræðibraut ásamt tveimur kennurum til Finnlands þar sem þau tóku þátt í Nordplusverkefninu Innovation and Technology. Hópurinn dvaldi í sex daga í Helsinki þar sem þau unnu hópverkefni með nemendum frá tveimur finnskum skólum Helsinki Business college og Praktikum. Einnig tóku þátt nemendur frá Naca Gymnasium í Svíþjóð. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Íslands, Finnlands og Svíþjóðar þar sem haldnir eru fundir í Stokkhólmi, Helsinki og Reykjavík. Vikan var viðburðarík og skemmtileg, hópurinn fékk að heimsækja margskonar fyrirtæki og skoða sig um í Helsinki. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn í heimsókn í súkkulaðiverksmiðjunni Fazer þar sem þau fengu að borða helling af súkkulaði.

Aðrar fréttir