13. nóv. 2019

Heimsókn til Gribskov Gymnasium í Danmörku

Dagana 23. og 24. október var haldinn  fundur í Gribskov Gymnasium í Danmörku fyrir 43 kennara og skólastjórnendur frá löndunum fjórum sem taka þátt í Norður- Atlandshafsbekknum (NGK) . Skólarnir sem taka þátt í verkefninu eru framhaldsskólarnir, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut í Grænlandi, Miðnám í Kambsdal í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands. Nemendurnir munu stunda nám við alla þessa skóla. Fyrst í Danmörku síðan í Færeyjum og svo Íslandi og enda svo á Grænlandi. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið verður eins og frá dönskum framhaldsskóla.
Á fundinum var meðal annars farið yfir skipulag námsins, kennarar og skólastjórnendur fóru í skoðunarferðir um stúdentagarðana þar sem nemendur dvelja og skoðuðu skólasvæðið. Kennarar fengu að fylgjast með kennslustundum hjá bekknum og kynntust lítillega nemendum bekkjarins. Þetta var vel heppnuð ferð og ríkir mikil tilhlökkun meðal starfsmanna Verzlunarskólans að fá NGK bekkinn hingað í Ofanleitið.

Hér má nálgast frétt  á heimasíðu Gribskov Gymnasium um heimsóknina. Frétt

Fréttasafn