22. apr. 2022

Heimsókn til VR

Nemendur í lögfræði á 3. ári heimsóttu VR á dögunum og fengu fræðslu um réttindi og skyldur launafólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók á móti nemendum og síðan flutti Jón Steinar Brynjarsson, stjórnarmaður í VR, kynningu en Jón Steinar brautskráðist nýverið frá skólanum hvort tveggja með stúdentspróf í fjarnámi og próf í fagnámi verslunar og þjónustu. Jón Steinar var kjörinn í stjórn félagsins í fyrra og er langyngstur stjórnarmanna.

Fréttasafn