26. feb. 2021

Heitur matur í Matbúð

Fá og með mánudeginum 1.mars verða breytingar í Matbúð.

Helstu breytingar eru þessar:

Heitur matur verður seldur í gegnum vefverslun Matbúðar. Maturinn er sóttur í Matbúð þegar þið hafið fengið sms um að varan sé tilbúin til afhendingar.

Hægt verður að kaupa allskonar góðgæti í vefverslun Matbúðar frá klukkan 8:00 til 13:40. Sótt í Matbúð þegar þið hafið fengið sms-ið.

Ekki verður lengur farið með vörur upp á hæðirnar heldur sækja nemendur í Matbúð.

Áfram fara öll viðskipti fram í gegnum vefverslun Matbúðar og greitt er með AUR.
Vefverslun Matbúðar

Matseðill vikuna 1. mars - 5. mars

Mánudagur
Graskerssúpa og brauð

Þriðjudagur
Langa í ostasósu m/ kartöfluhjúp

Miðvikudagur
Enchiladas

Fimmtudagur
Ýmislegt góðgæti úr eldhúsinu

Fréttasafn