Hópur nemenda fór á sýninguna Twisted Forest

Um 45 nemendur á 3. ári fengu boð á þátttökuleikverkið Twisted Forest í Heiðmörk nú um mánaðamótin.

Þetta voru nemendur listabrautar ásamt listrænu valfögunum sem fóru í stórskemmtilega rútuferð og upplifðu svo verk sem kom öllum á óvart. Öll fengu þau búninga og heyrnartól og voru leidd um skóginn með hljóðmynd sem var mjög áhugaverð. Hópurinn  fór út fyrir þægindarammann sinn og átti góða stund í skóginum.

Við þökkum kærlega fyrir okkur!

Aðrar fréttir