Hraustasti framhaldsskóli Íslands
Síðastliðinn laugardag, 15. október, fór fram Þrekmót framhaldsskólanna. Keppendur í liði Verzlunarskólans voru Alexander Pétur Kristjánsson, Andrea Agla Ögludóttir, Sigurður Darri Rafnsson og Lína Dís Kristjánsdóttir. Átta lið mættu til leiks og var keppt í sex keppnisgreinum.
Lið Verzlunarskólans bar sigur úr býtum og hlaut titilinn „Hraustasti framhaldsskóli Íslands“ . Liðsmenn fengu afhentan bikar sem komin er í bikarskáp skólans.
Við óskum þeim innilega til hamingju.