Í vikulok

Mikið hefur verið í gangi þessa fyrstu viku í skólalokun hjá okkur. Starfsmenn eru að takast á við þá áskorun að sinna starfi sínu að heiman. Þá eru nemendur að færa nám sitt úr skólastofunni heim í tölvurnar. Allir eiga hrós skilið hvernig tekist hefur til. Samstarf kennara og nemenda hefur verið gott og margar nýjar kennsluaðferðir hafa litið dagsins ljós. Rafrænir samskiptamátar eru fjölmargir og hafa þó nokkrar kennslustundir farið fram þar sem kennarinn hittir bekkinn sinn í fjarfundi. Þá hafa kennarar verið duglegir að taka upp talglærur og skýringarmyndbönd við dæmum svo eitthvað sé nefnt. Álag á kennara og nemendur hefur aldrei verið meira. Í vikulok eru allir þreyttir. Við hvetjum því kennara, jafnt sem nemendur til að taka sér helgarfrí. Hlúið vel að ykkur, farið út í göngutúr og passið upp á ykkar nánustu. Á mánudaginn setjumst við öll aftur við tölvuna og tökum upp þráðinn og hittumst í netheimum.

Við minnum á spurt&svarað.

Aðrar fréttir