Jarðfræðiferð

Nemendur í jarðfræði í bekkjunum 1-Y og 1-X fóru í blíðskapaveðri í jarðfræðilferð um Suðurland. Þingvellir voru skoðaðir með jarðfræðina í huga þar sem nemendur kynntu sér flekarekið í Almannagjá. Því næst var brunað að Sólheimajökli og á leiðinni var farið yfir helstu eldfjöllin sem gætu gosið á næstunni.

Þessa vikuna er umhverfisvika í skólanum og því var ákveðið að fara austur að Sólheimajökli og sjá hvernig jöklar landsins hafa bráðnað vegna hlýnandi loftslags vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Nemendum þótti tilkomu mikið að sjá umhverfi jökulsins og hreint ótrúlegt að sjá alla þær breytingar sem hafa átt sér stað á mjög stuttan tíma. 

Aðrar fréttir