25.04.2023 Jarðfræðiferð Nemendur í jarðfræði á eðlisfræðibraut á 1. ári fóru í jarðfræðiferð um Reykjanesið síðastliðinn miðvikudag. Það gekk á með sudda og þoka var nær allan tíman en það eyðilagði þó ekki upplifun nemenda á að skoða hina einstöku jarðfræði sem finna má á Reykjanesi. Nýja hraunið frá Geldingagosinu 2021 vekur sérstaka athygli með fallegum hraunreipum. Þar sem enn mikill hiti er inn í hrauninu standa gufustrókar víða upp úr sprungum í hrauninu með einstökum steindaútfellingum sem munu hverfa með tímanum. Upplifun nemenda af náttúru og jarðfræði landsins er mikil og njóta þeir hafa að gott aðgengi nánast í bakgarðinum.