28.09.2023 Jarðfræðiferð Jarðfræðiferð um Reykjanes var farin í síðustu viku þar sem nemendur kynntu sér jarðfræðilega uppbyggingu Reykjnesskagans og hvernig landslagið hefur mótast af eldgosum sem hafa átt sér stað á ísaldskeiðum og hlýskeiðum. Það er einstök upplifun að geta séð landið verða til með eldgosum og hraunið í Nátthaga þótti mörgum vera hápunktur ferðarinnar.