28.10.2025 Jarðfræðiferð með 1. ári Í lok september fóru nemendur á fyrsta ári náttúrufræðibrautar í jarðfræðiferð um Reykjanes. Þar kynntust þeir jarðfræði svæðisins og þeim atburðum sem hafa átt sér stað þar á síðastliðnum fimm árum. Nemendurnir voru mjög áhugasamir og kom þeim á óvart hversu mikilfengleg náttúran er í nágrenni við höfuðborgarsvæðið.