20.03.2025 Jökull hlýtur áhorfendaverðlaun Líf og fjör ríkti í Bíó Paradís dagana 15.–16. mars þegar Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fór fram. Alls voru sýndar 23 stuttmyndir eftir efnilega kvikmyndagerðarmenn úr framhaldsskólum landsins. Jökull Björgvinsson úr 1.-A hlaut áhorfendaverðlaunin fyrir stuttmyndina Sæmundur fróði og Svartiskóli. Innilega til hamingju Jökull !