20.12.2019 Jólaleyfi Skólanum verður lokað 20. desember klukkan 15.00 vegna jólaleyfis og hann opnaður aftur mánudaginn 6. janúar klukkan 8:00. Skrifstofan verður opin milli 8 og 10 en lokar þá til klukkan 12 vegna starfsmannafundar. Nemendur mæta í sínar heimastofur klukkan 13:00 og hitta þar kennara sína. Nemendur eru hvattir til þess að ljúka bókakaupum sínum. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð). Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma: 6. janúar 12:30-16:00 7. janúar 8:00-16:00 8. janúar 8:00-16:00 9. janúar 8:00-16:00 Verzlunarskólinn óskar starfsfólki, nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.