Kennt í fjarkennslu 5. – 9. okt.

Í ljósi aðstæðna og fjölgunar smita í samfélaginu verður kennsla skólans í formi heimakennslu út þessa viku. Kennt verður áfram samkvæmt stundaskrá, þ.e. tímar sem eiga að vera í skólastofu færast heim.

Nemendaþjónusta og bókasafn starfa með óbreyttu sniði.

Þessi þróun er vissulega á annan veg en við vonuðumst til og nú reynir á samstöðu allra. Við stefnum á að kennsla fari aftur af stað í blönduðu staðnámi og fjarnámi í næstu viku, þ.e. frá mánudeginum 12. október. Þrátt fyrir hertar reglur þá hafa ýmis mál varðandi tilhögun kennslu og sóttvarna innan framhaldsskóla orðið skýrari með nýrri auglýsingu. Því má gera ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á skólahaldi í samræmi við nýjar reglur. Vinsamlegast fylgist vel með tölvupósti og heimasíðu næstu daga.

Gangi ykkur vel og passið upp á að sinna einstaklingsbundnum smitvörnum.

Kveðja,
Skólastjórnendur

Aðrar fréttir