9. sep. 2019

Kerfisstjóri

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kerfisstjóra í 100% starf.

Meginhlutverk kerfisstjóra er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi skólans og veita starfsmönnum og nemendum tölvuþjónustu.

Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á rekstri tölvukerfa í Microsoft umhverfi, MS-SQL, Hyper-V sýndarumhverfi, Cisco Meraki netkerfis, Office 365 stjórnun, MS Exchange o.fl.
• Þekking á Moodle kennslukerfi æskileg.
• Þekking á Innu nemendabókhaldi og kennslukerfi æskileg.
• Þekking á asp, java og PowerShell er kostur.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Rekstur tölvukerfis í Microsoft umhverfi, Active Directory, Hyper-V, Veeam afritataka o.fl.
• Rekstur á Office365.
• Uppsetningar, viðhald, eftirlit og öryggisviðhald á netþjónum, útstöðvum og öðrum tækjabúnaði.
• Rekstur netkerfis.
• Yfirumsjón og þróun upplýsingatæknimála.
• Áætlanagerð og innkaup.
• Öryggis- og gæðamál.
• Þjónusta við notendur.

Við bjóðum:
• Góða vinnuaðstöðu.
• Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna – og þróunarstjóri gunninga@verslo.is
Umsóknarfrestur er til 15. september og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is

Fréttasafn