Komu, sáu og sigruðu

Rétt eins og undanfarin ár hafa nemendur í frumkvöðlafræði á þriðja ári tekið þátt í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla á Íslandi. Markmið áfangans er að nemendur þróa vöru og koma henni á markað. Að þessu sinni tóku allt að 700 nemendur þátt og stofnuð voru 160 fyrirtæki víðsvegar um landið. Í lok áfangans fer fram uppskeruhátíð í Arion banka þar sem veitt eru verðlaun fyrir 3 fyrstu sætin ásamt öðrum verðlaunum fyrir sérstaka þætti.

 

Að þessu sinni komust 30 lið áfram í lokakeppnina og þar af voru 14 lið frá Verzlunarskóla Íslands. Nemendurnir stóðu sig með prýði og mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Þau unnu til margskonar verðlauna ásamt því að taka öll fyrstu þrjú sætin (sjá betur hér að neðan).

Sigurliðið var Nómína með smáforrit sem hjálpar fólki að lesa launaseðla. Í þeim flotta hópi eru Dagný, Orri, Ólafur, Sandra, Össur og Tómas, öll í 3-G. Munu þau keppa fyrir hönd Íslands í Alþjóðlegri fyrirtækjakeppni í Tyrklandi í sumar.

Óskum við öllum nemendum og kennurum til hamingju með þennan frábæra árangur.

Vinningshafar Versló

1.sæti  Nómína

2.sæti – Bein: framleiða salt með próteini úrfiskbeinum

3.sæti – Aur og áhætta: Spil sem eykur fjármálalæsiungmenna

Besta hönnunin: Konvi: Fjölnota og handhæg skeið

Besta matvælafyrirtækið: Stökk: Próteinsnakk

Besta fjármálalausnin: Aur og áhætta

Besta tæknifyrirtækið: Plútó: Smáforritfyrir vinnu með stuttum fyrirvara

Besta sölustarfið: Nómína

Aðrar fréttir