Kveðja frá samstarfsfólki

"ÞórhallaÞórhalla Arnardóttir kennari skólans lést þann 14. júlí s.l. eftir veikindi. Útför Þórhöllu fer fram í dag, 29. júlí, klukkan 13:00 frá Bústaðarkirkju. Þórhöllu er þakkað langt og farsælt starf við Verzlunarskóla Íslands sem einkenndist af fagmennsku, samviskusemi og umhyggju fyrir nemendum og samstarfsfólki. Þórhalla var góður vinur og félagi og hennar verður sárt saknað úr skólasamfélaginu.
Starfsfólk og nemendur Verzlunarskóla Íslands senda fjölskyldu Þórhöllu innilegar samúðarkveðjur.

Hér má lesa minningargrein frá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra sem  birtist í Morgunblaðinu.

 

 

Aðrar fréttir