Kynning á NGK – Norður Atlantshafsbekknum

Þriðjudaginn, 11. febrúar klukkan 16:00-17:00 verður kynning á Norður Atlantshafsbekknum (NGK) í Verzlunarskóla Íslands. 
Fjórir framhaldsskólar, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, standa saman að framsæknu samstarfsverkefni um 3ja ára nám til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut. Um er að ræða einstaka námsbraut með sérstaka áherslu á norðurskautstækni. Verkefnið felur í sér að mynda blandaðan framhaldsskólabekk með nemendum frá öllum fjórum löndunum. Í þennan bekk innritast nemendur sem ljúka 10. bekk nú í vor. Nemendur útskrifast með fullkomlega gilt danskt stúdentspróf og fer kennslan fram á dönsku.

Nánari upplýsingar um NGK má nálgast hér: Norður Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Aðrar fréttir