23. ágú. 2016

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 25. ágúst nk. kl. 20:00.  Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins sem og foreldrafélaginu munu sitja fyrir svörum og að því loknu verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, deildarstjórar, námsráðgjafar, félagslífsfulltrar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum eftir að hefðbundinni kynningu er lokið. Bókasafnið verður einnig opið.

Fréttasafn