30. ágú. 2021

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) mánudaginn 6. september. Fundurinn verður tvískiptur vegna fjöldatakmarkana og óskum við eftir að aðeins einn forráðamaður frá hverjum nemanda mæti á fundinn. Fundurinn er klukkan 17:00 fyrir foreldra/forráðamenn nemenda á viðskiptabraut og lista- og nýsköpunarbraut og klukkan 18:00 fyrir foreldra/forráðamenn nemenda á náttúrufræðibraut og alþjóðabraut.

Dagskráin hefst á ávarpi skólastjóra en að því loknu verður farið yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu.

Eftir dagskrá í Bláa sal verður foreldrum/forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum.

Bókasafnið verður opið og er foreldrum/forráðamönnum velkomið að kynna sér glæsilega námsaðstöðu nemenda.

Fréttasafn