21. sep. 2018

Landsráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi

Verzlunarskóli Íslands hýsir fyrstu landsráðstefnu Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi dagana 21. og 22. sept. á jarðhæð skólans.
Evrópska ungmennaþingið eða European Youth Parliament eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungmenni um málefni sem snerta Evrópubúa. Samtökin eru starfrækt í 40 löndum álfunnar og eru þau hugsuð fyrir aðildalönd Evrópuráðsins. Unnið er að því að hvetja til virkrar samfélagsþátttöku innan Evrópu og jafnframt að brúa bilið á milli mismunandi menningarheima og skapa umræðuvettvang þar sem ungt fólk fær tækifæri til að koma fjölbreyttum hugmyndum sínum á framfæri og ræða framkvæmd þeirra.
Nemendum, kennurum og öðrum eru velkomið að koma við til að kynna sér starfsemi þessara merkilegra samtaka. Alþjóðlegur andi ríkir í Versló þegar þátttakendur frá 15 evrópulöndum ræða alþjóðleg stjórnmál þessa daganna!
Þessi ráðstefna er fyrsti viðburður samtakanna sem er haldinn á Íslandi, og allir mjög velkomir að kynna sér starsemina okkar og taka þátt í þessu með okkur!

Fréttasafn