Lingó námskynning og LIPA Acting Workshop
Námskynning Lingó verður haldin í Tjarnarbíói 26. október milli kl. 12:00 og 16:00. Sjá dagskrá hér: http://bit.ly/2kp67Cb Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Þarna gefst tækifæri til kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða hjá 14 viðurkenndum háskólum sem bjóða nám í hönnun, sjónlistum, stafrænni miðlun, leiklist, tónlist, kvikmyndagerð, stjórnun, tísku, veitinga- og ferðaþjónustu, viðskiptum og fleiri spennandi greinum.
- Milli 12:00 og 12:45 verður Tony Alston frá University of the Arts London með leiðbeiningar varðandi möppugerð, hvatabréfi og annað sem hafa ber í huga þegar sótt er um nám í fagháskóla.
- Samhliða námskynningunni verða fulltrúar skólanna með kynningar í sýningarsal og fyrrverandi nemar segja frá reynslu sinni.
Frítt leiklistarnámskeið. Til hliðar við námskynninguna býðst áhugasömum nemum að skrá sig á frítt leiklistarnámskeið “LIPA Acting Workshop” í Kramhúsinu þann 28. október milli kl. 13:00 - 16:00. Skráning neðst á þessari síðu: https://bit.ly/30NXKPI
Vonumst til að hitta sem flesta nemendur skólans á námskynningunni.
Tony Alson frá University of the Arts í London ætlar að heimsækja Verzlunarskólann n.k. mánudag þann 28. október klukkan 12:17. Hann mun vera í græna sal.