Listó kynnir: Týnd á tveimur stöðum

Síðustu mánuði hefur Listafélag Verzlunarskóla Íslands unnið hörðum höndum við að setja upp leikritið Týnd á tveimur stöðum undir leikstjórn Kristins Óla Haraldssonar og Sölku Gústafsdóttur og nú er komið að því að sýna almenningi afraksturinn.

Sýningin fjallar um konuna Guðrúnu Jónsdóttur, leigubílstjóra sem geymir stórt leyndarmál – hún á tvo menn og tvö heimili. Til að halda þessu leyndu þarf hún að fylgja nákvæmu tímaplani – en þegar hún verður fyrir höfuðhöggi fer allt úr skorðum. Dagurinn sem fylgir er fullur af misskilningi, klandri og litríkum karakterum sem gera sýninguna bæði lifandi og bráðskemmtilega.

Frumsýning fer fram 31. október.

Foreldrar, forsjáraðilar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og styðja við kraftmikið félagslíf skólans. Miðabókanir má nálgast hér.

Aðrar fréttir