Listó leikritið 10 hlutir

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Verkið sem varð fyrir valinu að þessu sinni fékk nafnið 10 hlutir en leikritið er byggt á kvikmyndinni 10 things I hate about you. Leikstjóri verksins er Tómas Helgi Baldursson og Helgi Grímur Hermannsson sá um handrit. Við hvetjum ykkur til að sjá þetta flotta verk.

Hér má nálgast miða: Miðasala

Aðrar fréttir