6. maí 2020

LÚVÍ 2020

  • Luvi2020_dagskra

LÚVÍ, Listahátíð útskriftarnema á Nýsköpunar- og listabraut, er að þessu sinni haldið á netinu. Opnun hátíðarinnar er 6. maí og stendur frá kl. 14 – 15:30 en á þeim tíma raðast listaverkin inn á viðburðinn (sjá dagskrá). Hátíðin verður svo opin fyrir gesti fram að útskriftardegi þann 23. maí.

Listahátíðin er lokaverkefni nemenda á Nýsköpunar- og listabraut. Verkefni nemenda er að setja upp listahátíð og verkefnastýra henni frá upphafi til enda, ásamt því að gera eigið listaverk á hátíðina.

Nemendur hafa fengið grunn í hinum ýmsu list- og hönnunargreinum á námsleið sinni í gengum skólann og endurspegla listaverkin þeirra hversu ótrúlega fjölbreytt og hugmyndarík þau eru. 

LÚVÍ 2020

Fréttasafn