LÚVÍ – Listahátíð útskriftarnema VÍ

LÚVÍ eða Listahátíð útskriftarnema Verzlunarskóla Íslands, er lokaverkefnisáfangi á nýsköpunar- og listabraut. Í áfanganum skoða nemendur námsferil sinn í skólanum og vinna upp úr því listaverk sem fer á listahátíðina. Nemendur verkefnastýra jafnframt hátíðinni sjálf, velja henni stað og stund, útlit og umgjörð.

Verkin á hátíðinni eru sambland af hönnun, ritlist, tónlist, myndlist, ljósmyndun, innsetningum videóverkum o.fl. Hér eru á ferðinni listaverk sem sem bera skilaboð um skoðanir, listaverk sem deila á samfélagið og listaverk sem eru persónuleg og einlæg. 

Aðrar fréttir