Mikilvægar dagsetningar í lok skólaárs
Sjúkrapróf 2. og 3. árs nema fer fram miðvikudaginn 17. maí klukkan 11:00.
Sjúkrapróf 1. árs nema fer fram föstudaginn 19.maí kl. 8:30.
Einkunnir munu birtast nemendum í INNU sunnudaginn 21. maí klukkan 20:00. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda hafa aðgang að niðurstöðunum og eru hvattir til þess að fara yfir einkunnirnar með börnum sínum. Við minnum á að lögráða nemendur geta veitt foreldrum/forráðamönnum aðgang að INNU með einföldum hætti á sínu svæði.
Prófsýning verður mánudaginn 22. maí milli 8:30 og 9:45.
Dagana 30. maí, 31. maí og 1. júní verða endurtektarpróf klukkan 9:00. Niðurröðun prófa birtist síðar á vefsíðu skólans. Nemendur sem ekki ná endurtektarprófi, eða kjósa að þreyta þau ekki, þurfa að endurtaka áfangann í fjarnámi Verzlunarskólans. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem ekki ná endurtektarprófi, skrái sig sjálfir í fjarnámið á heimasíðu skólans um leið og niðurstöður liggja fyrir.