Myndir frá Peysufatadeginum og nöfn vinningshafa

Peysufatadagur Verzunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur í gær þar sem nemendur klæddu sig upp í ís­lenska þjóðbún­ing­inn og dönsuðu í Hörpu. Dagurinn er árleg hátíð nemenda á öðru ári við skólann en vegna kórónuveirunnar gátu nemendur ekki haldið daginn hátíðlegan á síðasta ári. Nemendurnir að þessu sinni eru því á þriðja ári. Mikil tilhlökkun var hjá nemendum og skemmtu þeir sér konunglega. Um kvöldið var haldið ball og blésu 70 nemendur á ballinu. Dregið var úr edrúpottinum og fjórir heppnir þátttakendur fengu 15. þúsund kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ. Það eru þau:
Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir 3-U
Eva Björnsdóttir 3-D
Una Bóel Jónsdóttir 3-U
Axel Örn Heimisson 3-T

Til hamingju !

 

Aðrar fréttir