23. feb. 2022

Námskynning Lingó - háskólanám erlendis

  • Lingó

Lingó stendur fyrir námskynningu í Tjarnarbíói laugardaginn 5. mars milli kl. 12:00 og 16:00.
Á námskynningu Lingó gefst tækifæri til að hitta fulltrúa frá erlendum fagháskólum og kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða. Fulltrúar frá 12 skólum á Englandi, Ítalíu, Spáni og Skotlandi verða á staðnum, auk þess sem kynntir verða námsmöguleikar í Þýskalandi. Nánari upplýsingar og dagskrá má sjá hér: Námskynning Lingó

Fréttasafn