Námsmatstímar

Dagana 10. og 11. október næstkomandi verður skólastarf brotið upp með námsmatstímum.

 Með auknu símati hefur vægi verkefna á önninni aukist auk þess sem breyttir kennsluhættir hafa fært stór hlutapróf í einstaka greinum inn á miðja önnina. Tilgangurinn með þessu uppbroti er að leggja fyrir stór hlutapróf, gefa færi á að kalla nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu sem þeir hafa misst af á önninni. Einnig nýtast þessir tímar til vettvangsferða og í einstaka tilvikum fer fram kennsla ef bekkir hafa misst út marga tíma, t.d. vegna alþjóðaverkefna.

Þeir nemendur sem hafa lokið öllum sínum verkefnum á önninni og eru ekki kallaðir til sérstaklega af kennurum sínum eru hvattir til að nýta tímana til þess að sinna námi sínu með einum eða öðrum hætti.

 Kennt verður skv. stundaskrá til kl. 11:17 miðvikudaginn 10. okt en tímana eftir hádegi hafa deildir möguleika á að hafa sjúkrapróf eða kennslu, allt eftir þörfum. Kennarar í hverju fagi munu tilkynna nemendum hvaða fyrirkomulag verður í þeirra grein.

 Fimmtudaginn 11. október verður prófað:

·         fyrir hádegi í tölvum TÖLV2RT05 hjá 1. ári (nánari tímasetningar koma í INNU)

·         í náttúrfræði NÁTT1EJ05 hjá 2. ári (próf hefst kl.8:15) – Upplýsingar um í hvaða stofur nemendur eiga að mæta verður sendur út á miðvikudag.

Að öðru leyti hafa kennarar tök á að kalla einstaka nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu.

 Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá kl. 12:55 fimmtudaginn 11. október.

Aðrar fréttir