Náttúrufræðinemar í Teplice í Tékklandi

Dagana 29. september til 5. október fóru tíu náttúrufræðinemendur á þriðja ári í vinnu- og menningarför til Teplice í Tékklandi. Ferðin var hluti af samstarfsverkefni milli íslenskra og tékkneskra nemenda um orkuframleiðslu og sjálfbærni.

Ferðin var einstaklega skemmtileg, enda höfðu tékknesku nemendurnir heimsótt Ísland í vor, þannig að allir þekktust og samstarfið gekk hratt og vel.

Í Teplice kynntust nemendur bæði tékkneska skólakerfinu og menningunni. Þeir heimsóttu meðal annars Karlovy Vary, frægan heilsubæ byggðan á hverasvæði, þar sem hægt er að smakka á hveravatni sem talið er hafa lækningarmátt. Þá var farið í klaustur í bænum Osek, þar sem nemendur lærðu um líf munka fyrr á tímum, og loks í stærsta kolorkuver Tékklands.

Ferðin endaði í Prag, þar sem hópurinn naut þess að skoða helstu menningarstaði og fegurð borgarinnar áður en haldið var heim á leið.

Aðrar fréttir