15. feb. 2016

Nemendamót VÍ

fimmtudaginn 4. febrúar

  • 12594002_1677569092488118_7968691996490890680_o

Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja. Algengt er að bekkirnir byrji daginn snemma og hittist yfir morgunverði í heimahúsi áður en farið er á leiksýninguna, sem að þessu sinni er söngleikurinn Moulin Rouge. 

Við viljum minna ykkur á að  öll notkun tóbaks er stranglega bönnuð á ballinu. Leitað verður vandlega við dyrnar og öll  meðferð áfengis er að sjálfsögðu stranglega bönnuð.  Mælirinn góði verður við dyrnar.  Munið eftir skilríkjum.   

Ballið varir til klukkan 02.00. (Uppært 14:00)

Mæting er sem hér segir: 

1. bekkur 22:00 til 22:20
4. bekkur 22:20 til 22:40
5. bekkur 22:40 til 23:00
6. bekkur 23:00 til 23:20

Góða skemmtun!

Húsið lokar klukkan 24:00

Fréttasafn