Nemendur á fyrsta ári fóru í jarðfræðiferð

Nemendur á fyrsta ári í jarðfræði kynntu sér ýmsar áhugaverðar jarðmyndanir á Reykjanesi. Nemendur skoðuðu jarðmyndanir við Kleifarvatn og kynntu sér jarðhitasvæðið í Seltúni. Athugað var hvernig eldgígurinn Stóra-Eldborg hlóðst upp og hvernig hrauntjörnin við Selatanga myndaðist. Að lokum var nýja hraunið í Nátthaga rannsakað og áhugaverðast þótti nemendum að sjá stórar og fallegar steindir í berginu sem sýna fram á djúpan uppruna kvikunnar í eldgosinu í Geldingadölum. 

Aðrar fréttir