15. feb. 2023

Nemendur gistu í nemendakjallaranum

  • Viktor, Aron Gauti, Guðmundur og Aron Ísak gistu í nemendakjallaranum.
    Viktor, Aron Gauti, Guðmundur og Aron Ísak gistu í nemendakjallaranum.
  • Borðið svignar undan kræsingum.
    Borðið svignar undan kræsingum.
  • Góðgerðarráð: Katrín, Kolfinna, Embla Guðný, Birta Rún, Rósa Guðbjörg, Andrea Ösp, Ingunn, Elísa og Anna. Á myndina vantar Aðalheiði Brögu.
    Góðgerðarráð: Katrín, Kolfinna, Embla Guðný, Birta Rún, Rósa Guðbjörg, Andrea Ösp, Ingunn, Elísa og Anna. Á myndina vantar Aðalheiði Brögu.
  • Oliver Orri og Marta Dan fengu sér V89 tattoo.
    Oliver Orri og Marta Dan fengu sér V89 tattoo.
  • V89 tattoo-ið
    V89 tattoo-ið
  • Tvíburarnir Danni og Halli klæddust leðurjökkum.
    Tvíburarnir Danni og Halli klæddust leðurjökkum.
  • Gummi og Elli stóðu sig vel sem starfsmenn í Matbúð.
    Gummi og Elli stóðu sig vel sem starfsmenn í Matbúð.
  • Ingunn, Yrsa og Tinna gengu alla leiðina í skólann frá Kjalarnesi, samtals 25 km.
  • Stelpurnar komnar í skólann.
    Stelpurnar komnar í skólann.
  • Sóllilja glæsileg með bleikt hár.
    Sóllilja glæsileg með bleikt hár.

Í síðustu viku fór árleg góðgerðarvika fram þar sem fé var safnað til styrktar börnum í Úkraínu. Nemendur lögðu ýmislegt á sig til að leggja málefninu lið og framkvæmdu ýmiskonar áskoranir og margir hverjir fóru út fyrir þægindarammann. Til að mynda gistu nokkrir drengir á þriðja ári alla vikuna í nemendakjallara skólans. Þá komu tveir nemendur sér fyrir í Matbúð þar sem þeir unnu heilan skóladag við afgreiðslu og undirbúning á matnum. Stúlka á öðru ári var á hjólaskautum í heilan dag og þrjár aðrar stúlkur gengu alla leiðina í skólann frá Kjalarnesi, samtals 25 km. Tveir nemendur  á þriðja ári fengu sér tattoo og einn nemandi litaði hárið á sér bleikt. 

Á Marmaranum var einnig happdrætti, lukkuhjól og sala á gómsætum veitingum. Söfnunin gekk vel og er enn í gangi en samtals hafa nú safnast kr. 819.241. 

Það er um að gera að styrkja þetta góða málefni með því að aura á @gvi eða leggja inn á reikning góðgerðarvikunnar kt. 441079-0609 reikningsnúmer: 0515-26-2591.

Góðgerðarvikan í ár var í samstarfi við Bláa lónið og Cintamani.

Starfsmenn skólans eru afar stoltir af þessu flotta verkefni nemenda. 

Fréttasafn