12. nóv. 2021

Nemendur heimsækja Hamborg

  • Hópmynd
  • Á flugvellinum
  • Nemendur á veitingastaðnum Peter Pane
  • Speicher
  • Tívolí
  • Hafencity
  • Hafencity
  • Kennarar

Þann 4. nóvember síðastliðinn fóru 22 nemendur af 3. ári ásamt tveimur kennurum til Hamborgar og dvöldu þar til 11. nóvember. Um er að ræða Etwinning verkefni á milli Verzlunarskólans og Ida Ehre skólans í Hamborg. Nemendur unnu að sameiginlegu verkefni þar sem þeir kynntu sér sögulegar byggingar og staði í Hamborg. Íslensku nemendurnir unnu einnig sjálfstætt að verkefni þar sem þeir kynntu sér nýja hverfið „Hafencity“ í Hamborg. Ýmsir þættir voru skoðaðir eins og t.d. arkitektúr, samgöngur og sjálfbærni. Fyrir utan verkefnavinnu í skólanum var t.d. farið í skoðunarferð um borgina, siglingu um höfnina og farið í skemmtigarð innanhúss.

Gist var á farfuglaheimili vegna Covid 19 og gekk það mjög vel. Þýsku nemendurnir tóku mjög vel á móti íslensku nemendunum og náðu hóparnir mjög vel saman. Þeir hittust alla daga, bæði í verkefnum og leik. Ferðin heppnaðist virkilega vel og nemendur okkar voru skólanum til mikils sóma. Nú hlökkum við til að taka á móti þýska hópnum í febrúar.

Fréttasafn