Nemendur heimsækja Spán

Dagana 5. – 11. apríl voru 23 spænskunemendur af 2. ári staddir í Erasmus-nemendaskiptaverkefni á Spáni ásamt Hildu og Sigrúnu spænskukennurum og Klöru áfangastjóra. SMART (Sharing Methodologies Attitudes Responsibilities and Thinkings) er verkefnið í samstarfi við Colegio CODEMA skóla í Gijon í Asturias á norður Spáni. Móttökurnar voru höfðinglegar og m.a. tók borgarstjórinn á móti hópnum ásamt nemendum frá Spáni. Í þeirri móttöku héldu tveir nemendur okkar Óttar Ómarsson í 2-H og Dagný Birna Indriðadóttir í 2-R ræður á spænsku og stóðu sig með miklum sóma. Grein um hópinn og þessa heimsókn birtist í borgarblaðinu í Gijon. Fyrir utan það að kynnast spænskri menningu, heimilislífi, venjum og skólanum þá fór hópurinn í fjölmargar ferðir sem einkenna svæðið. Það er ómetanleg reynsla sem kemur út úr svona samstarfi skóla í ólíkum löndum, bæði fyrir nemendur og kennara.

Aðrar fréttir