10. feb. 2023

Nemendur heimsækja St0kkhólm

Dagana 5. - 10. febrúar eru 8 nemendur á 2. ári á viðskiptabraut í Stokkhólmi ásamt tveimur kennurum að taka þátt í Nord+ verkefni. Þema verkefnisins er græn orka og sjálfbærni og hefur hópurinn þegar heimsótt Helsinki í vetur og mun taka á móti nemendum frá báðum löndum í mars. Að þessu sinni er mótttökuskólinn Nacka Gymnasium og hafa nemendur fengið kynningu á skólanum ásamt því að vinna verkefni tengd heimsóknum vikunnar. Hópurinn fékk heimsókn frá sprotafyrirtækinu Removement sem miðlar þjónustu við að fjarlægja koltvísýring úr lofti. Þau heimsóttu dótturfyrirtæki McKinsey, Material Economics sem vinnur að lausnum sem stuðla að hringrásarhagkerfi og Atlas CopCo sem er leiðandi í framleiðslu á vélum til námugraftar. Nemendur eru til mikillar fyrirmyndar og hafa fræðst mikið auk þess að eignast nýja félaga og njóta samveru hvert við annað.

 

Fréttasafn