19. nóv. 2019

Nemendur heimsóttu Cordoba á Spáni

Í síðustu viku dvöldu fjórir nemendur í 3-A ásamt tveimur kennurum í Cordoba á Spáni. Ferðin var liður í 3ja ára Erasmus+ verkefni sem byrjaði fyrir tveimur árum. Verkefnið fjallar um fólksflutninga til og í Evrópu, aðallega á okkar tímum. Efni fundarins í Cordoba var „Stories of Success.“ Okkar nemendur kynntu þar viðtal sem þeir tóku við fimm manna fjölskyldu frá Ungverjalandi sem fluttist búferlum til Íslands fyrir fimm árum og hefur vegnað vel hér. Lokafundur verkefnisins verður svo haldinn í Reykjavík í febrúarlok á næsta ári.

Fréttasafn