28. nóv. 2021

Nemendur heimsóttu Grojec í Póllandi

  • Hópmynd
  • Halldóra, Hildur, Nína og Þóra
  • Halldóra, Hildur, Nína og Þóra
  • Ingunn, Hallur, Halldóra, Hildur, Nína og Þóra
  • Hallur, Ingunn, Halldóra, Hildur, Nína og Þóra

Fjórir nemendur á 2. ári á alþjóðabraut fóru ásamt tveimur kennurum til bæjarins Grojec í Póllandi í síðustu viku. Var ferðin farin á vegum Erasmus+ nemendaskiptaáætlunarinnar sem er í boði Evrópusambandsins. Verzló hefur verið ötull þátttakandi í Erasmus+ verkefnum undanfarin ár og er þetta einungis eitt af mörgum sem eru í gangi í skólanum þessa dagana. Yfirskrift þessa verkefnis er Digital Competence and eSafety og er markmiðið að stuðla að bættri þekkingu nemenda á internetinu og sérstaklega þeim hættum sem notkun þess fylgja. Í samstarfinu eru sex skólar frá jafn mörgum löndum í Evrópu.

Íslensku nemendurnir gistu hjá pólskum fjölskyldum alla vikuna en næsta vor munu þeir svo taka á móti erlendu gestunum þegar þeir koma hingað til lands. Ferðin gekk með eindæmum vel og náðu fjölþjóðlegu nemendahóparnir afar vel saman. Fulltrúar skólans, þær Halldóra, Hildur, Nína og Þóra, stóðu sig svo sannarlega með prýði!

Fréttasafn