Nemendur heimsóttu Slóvakíu

Í síðustu viku gerðu fjórir nemendur úr 3. A garðinn frægan í Slóvakíu. Þar tóku þeir þátt í verkefni á vegum Erasmus+ en þetta verkefni nefnist Digital Competence and eSafety og er þetta í fimmta skiptið sem nemendahóparnir hittast.

Alls eru sex lönd sem taka þátt í þessu verkefni en auk Íslands eru Ítalía, Grikkland, Slóvakía, Svíþjóð og Pólland. Þessi fundur var í borginni Zilina í Slóvakíu og héldu tveir kennarar þangað ásamt fjórum stúlkum af alþjóðabraut. Verkefnið snýst um hættur á internetinu og hvað við getum gert til að varast þær. Gestgjafarnir skipulögðu skemmtilega dagskrá þar sem nemendur tóku þátt í áhugaverðum vinnustofum og fóru í kynnisferðir um svæðið. Nemendur gistu hjá slóvakískum vinum sínum og fengu þar menningu landsins beint í æð. Óhætt er að segja að nemendur okkar hafi vakið mikla athygli og þóttu stelpurnar sérlega opnar og glaðlegar og smitaðist sú gleði innan hópsins. Það er samdóma álit allra þeirra sem taka þátt í þessu verkefni að sú reynsla, þekking og upplifun sem á sér stað á þessum fundum er ómetanlegur fjársjóður.

Aðrar fréttir