Nemendur í frönsku skiptast á heimsóknum við frönsk ungmenni frá Rumilly í Frakklandi

Dagana 1. – 8. október dvaldi 25 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í Rumilly í frönsku ölpunum. Dvöldu nemendur hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum og siðum. Farið var í skoðunarferðir til Lyon, Annecy og Chamonix en þar var tekinn kláfur upp í Aiguille du Midi sem er í 3.842m hæð yfir sjávarmáli. Þar blasir Mont Blanc við í allri sinni dýrð. Höfðu margir nemendur á orði að þetta hafi verið hápunktur ferðarinnar.

Vel var tekið á móti hópnum en verið var að endurgjalda heimsókn franskra ungmenna til Íslands vikuna á undan. Í þeirri heimsókn fóru Frakkarnir m.a. inn í Landmannalaugar, á Reykjanesið og að Gullfossi og Geysi.

Segja má að mikið álag hafi verið á nemendur báðar þessar vikur en að það hafi verið þess virði þar sem svona heimsóknir eru mjög lærdómsríkar og gefandi fyrir þátttakendur.

 

Aðrar fréttir