Nemendur í frönsku skiptast á heimsóknum við frönsk ungmenni frá Rumilly í Frakklandi

Dagana 5. – 12. september dvaldi 18 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í Rumilly í frönsku ölpunum. Dvöldu nemendur hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum, siðum og venjum.  Auk þess að sitja í tímum í Le Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle var farið í fjölda skoðunarferða, m.a. til Lyon, Annecy og Chamonix.

Vel var tekið á móti hópnum og munu frönsku ungmennin koma hingað til lands 26. september og dvelja á íslenskum heimilum til 3. október.

 

Aðrar fréttir