Nemendur kynnast bandarísku skólastarfi og menningu

Dagana 28. september til 6. október héldu 11 nemendur á öðru ári til Bandaríkjanna í fylgd tveggja kennara. Ferðin var hluti af samstarfi við The Pennington School sem er glæsilegur framhaldsskóli í New Jersey.

Líkt og flestar slíkar ferðir var dagskráin fjölbreytt og sameinaði vinnu og skoðunarferðir. Nemendur dvöldu tvo daga í skólanum með gestgjöfum sínum, þar sem þeir unnu að margvíslegum verkefnum en einnig var farið í þrjár skoðunarferðir, eina til Philadelpiu og tvívegis til New York. Nemendum þótti mikið til stórborganna koma en þeir skoðuðu m.a. Frelsisstyttuna, Ground Zero og Central Park auk þess að njóta útsýnisins úr The Empire State.

Að lokum fengu nemendur svo að njóta helgarinnar með gestgjöfum sínum og tóku þátt í fjölbreyttri afþreyingu, allt frá strandferðum til verslunarleiðangra.

Aðrar fréttir